Stórútgerðin malar gull og greiðir of lítil veiðigjöld.

Ekki er hægt að draga aðra ályktun á Hagtíðindum Hagstofunnar sem fjalla um veiðar og vinnslu 2012. Hreinn hagnaður nam 57.2 milljörðum króna eftir að gjaldfærð hefur verið 22.6 milljarður samkvæmt árgreiðsluaðferð. Sé miðað við hefðbundið uppgjör er hagnaður 46.6 milljarðar. Í fiskveiðum var EBITDA 25% af heildartekjum og í fiskvinnslu 17.2%. Verð sjávarafurða hækkaði í íslenskum krónum um 7.2% en á móti kom að olíukostnaður hækkaði um14.7%. Útflutningsverðmæti óx og magn einnig. Veiðigjald sem er bókfært sem rekstrarkostnaður hækka'i úr 4.5 milljörðum í 12.2 milljarða. EBITDA uppsjávarveiðiskipa var 29.4% af tekjum. Aflinn 2012 var 48% meiri en 2011. Heildareignir sjávarútvegsins voru 535 milljarðar í lok árs 2012. Eigið fé voru 106 milljarðar. Eiginfjárhlutfall er 19.9%. Eins og kunnugt er lækkuðu ríkisstjórnarflokkarnir veiðigjald á botnfiskútgerðir með þeirri sérkennilegu skýringu að það myndi styrkja sérstaklega litlar og meðalstórar útgerðir. Ef sú var ætlunin voru og eru till einföld ráð til þess. Í sögulegu samhengi er raungengi krónunnar afar lágt. Sjávarútvegur er grein þar sem miklar sveiflur eru. Sem dæmi má nefna að eiginfjárhlutfall var á bilinu 24%-29% á árunum fyrir hrun. 2008 er hlutfallið -12%. Þetta sýnir vel hversu rekstrarskilyrði sjávarútvegsins hafa verið hagstæð undanfarin ár. Stórfyrirtæki í sjávarútvegi eru eins og önnur stórfyrirtæki. þau fjárfesta í greinum og fyrirtækjum sem þau hafa viðskipti við. Dæmi um slíkt er olíufélag eða fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn. Til að tryggja vinsamlega pólitíska umfjöllun fjárfesta stórfyrirtæki gjarnan í fjölmiðlum.

Eftir Al Thani dóminn: tveir lögmenn misstu vitið skamma stund....

Dómurinn í Al Thani málinu vakti og vekur eðlilega sterk viðbrögð. Sérkennilegust af öllum voru viðbrögð Brynjars Níelssonar. Þann 12.12. lýsir hann því yfir að hann muni ekki taka að sér störf í banka og alls ekki hér á landi. Er helst að skilja á mjög stuttri grein að bankamenn hér á landi lifi í lagalausu umhverfi eða sviði.Lögmaðurinn varpar fram tilgátum; ákærendur og dómarar hér á landi eru gáfaðri en í öðrum löndum. Einnig telur hann mögulegt að hin evrópska efnahagslöggjöf sé rangt þýdd á íslensku. Halelújá...... 13.12 skrifar Sigurður G Guðjónsson östutta grein í Pressuna og segir að kjarni Al Thani málsins hafi verið sá að sjeikinn sjálfur hafi tapað í viðskiptunum. Yes.... 14.12 hefur lögmaðurinn náð áttum og ræðst á Moggann. Hann rifjar upp þekkt afrek DO. En einnig minnist hann á Óskar( bróðir Jakobs)Magnússon og birtir syndalista; útrásarvíkingur í TM, skattundaskot og sérmeðferð þess vegna. Lögmaðurinn virðist telja að stjórnmálamenn sleppi við samskonar brot og bankamenn eru dæmdir fyrir. Ekki er þó ljóst hvort á að sleppa báðum eða refsa báðum.

Ursula von der Leyen verður varnarmálaráðherra Þýskalands.

Í fyrsta skipti verður kona ráðherra varnarmála í Þýskalandi. það vekur forvitni bæði hermanna og almennings. von der Leyen er ákaflega vinsæll stjórnmálamaður og hún er í CDU. Hún hefur nú tryggt stöðu sína sem krónprinsessan í flokknum. Merkel ætlar sér ekki að vera kanslari að eilífu og nú getur Ursula æft sig fyrir hlutverkið. Varnarmálaráðuneytið og herinn eru ekki lömb að leika sér við.Verkefnið hefur reynst mörgum stjórnmálamönnum erfitt. Ursula er móðir sjö barna; fimm dætra og tveggja sona. Hún er fædd 8.10. 1958. Baráttumál henar hafa verið af ýmsum toga en flest tengd fjölskyldumálum. Heimasíða hennar er www.ursula-von-der-leyen.de

Eftir útrásina kemur hótelrekstur í Stykkishólmi.

Í júli í fyrra komu fréttir um það að Heiðar Már væri virkur í íslensku atvinnulífi. Hann væri stjórnarformaður félagsins Gistiver ehf og prókúruhafi þess. Fékagið rekur 2 gistiheimili og nýlega var hafinn rekstur í hinu sögufræga Egilshúsi í Stykkishólmi. Salan á Egilshúsi olli nokkrum deilum í bæjarstjórn og töldu fulltrúar D-lista ekki rétt að málinu staðið .Aðrir töldu að vegna mikils viðhaldskostnaðar væri husið baggi á bæjarsjóði. Egilshús var byggt 1865 og er næstelsta húsið í Stykkishólmi. Húsið byggði á sínum tíma Egill Egilsson en hann var bróðir Bebedikts Gröndal skálds. Móðir Sigurðar Már Gréta Sigurðardóttir eru hótelstjóri. Lárus Hannesson forseti bæjarstjórnar í Stykkishólmi og Gréta eru systkinabörn en það virtist ekki tefja fyrir ákvarðanatöku í sölu Egilshúss. Fyrir mörgum árum var Gréta, móðir Heiðars  Már dæmd fyrir fjárdrátt í héraðsdómi. Kaupþing keypti gólagjafir af félaginu Gjafaveri sem var í eigu móður Heiðars Már. Samkvæmt fréttum mun Heiðar Már  nú flytja inn til landsins 500 milljónir í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Hann eins og aðrir sem nota þess leið munu fá krónur með góðum  afslætti. Heiðar Már hefur þótt vinnusamur og hlédrægur. Hann er fljóthuga og áttar sig strax á viðskiptatækifærum.

Chang'e-3 og Yutu eru nú á tunglinu.

Geimfarið heitir eftir kínverskri tunglgyðju. Yutu er tungljeppinn sem mun stunda rannsóknir næstu mánuði á tunglinu.Í kínverskri þjóðsögu er Yutu hvít kanína og gæludýr gyðjunnar. Í þjóðsögunni tekur ung stúlka töflu sem hefur að geyma töframátt. Hún flýgur til tunglsins og tekur kanínuna sína með sér. Þar breytist hún í gyðju og býr að eilífu á tunglinu með gæludýrinu sínu. Tungljeppinn hefur hins vegar tvo vængi og sex hjól. Hann vegur 140 kíló og gengur fyrir sólarorku. Hann getur hvílst meðan hann hleður sig upp af orku að nýju. Við óskum kínversku þjóðinni til hamingju með afrekið.

Er Jólasveinninn-Santa Claus-til og á að segja börnum satt?

Hugsanlega eru foreldrar ungra barna í vanda. Þau brýna það fyrir börnum sínum að eigja satt og segja allan sannleikann. Santa Claus er gleðigjafi milljóna barna og mikilvægur hluti æskunnar. Á nú að svipta börnin þessu? Á unga aldri treysta börn fullorðnum og trúa þeim algerlega. Þau trúa því sem sagt er nema þeim sé gefin sterk vísbending um annað. Það er of erfitt fyrir ung börn að meta hvort fullorðnir segja satt í hvert og eitt skipti. Nú hefur það líklega jákvæð áhrif á vitsmunaþroska og félagsþroska ungra barna að trúa á ævintýraheima og undraverur. Verurnar eru tákn mikilvægra gilda, vona og fjölskyldutengsla. Börnin læra að setja sig í spor annarra og sjá heiminn frá þeirra sjónarhorni. Kvikmyndin um Harry Porter hafði mikil áhrif á börn um allan heim. Líklega hefur myndin aukið ímyndunarafl og frumleika í hugsun hjá mörgum þeirra. Börn hætta af sjálfu sér að trúa á Jólasveininn. Hugsun þeirra um töfra breytist og þroskast.(Psychology today).

Var Jesús hvítur maður eða svartur?

Í dagblaðinu New Nation var því haldið fram að Jesús hafi verið svartur á hörund. Fox fréttastofan taldi hins vegar að hann hafi verið hvítur. Endanlegt svar er líklega ekki hægt að fá. Þetta er þá háð skoðunum og trú hvers og eins. Skoðanir eru margar og ólíkar og spanna ýmis afbrigði lita. Ef við lítum á list Vesturlanda þá virðist ljóst hvernig Jesús leit út. Hann var hvítur, myndarlegur, með sítt hár og glampa í augum. Það er nánast útilokað séð með augum fræðimanna að Jesús hafi verið hvítur. Mjög líklega var hann með stutt hár. Þeir sem telja að Jesús hafi verið svartur segja að hann hafi tilheyrt kynþætti sem kom upprunalega frá Nigeríu. Færa má rök fyrir því að Jesús hafi átt ættir að rekja til Afríku samkvæmt hefðbundinni sögutúlkun. Kristnir menn í Eþíópíu lýsa Jesús alltaf sem Afríkumanni. Mark Goodarc guðfræðingur við háskólann Birmingham segir að ekki sé hægt að fullyrða neitt um hvernig Jesús hafi litið út. Páll postuli segir að það sé skammarlegt ef karlmenn hafi sítt hár. Á hans tímum hefur sítt hár greinilega ekki verið í tísku. Fyrstu myndir af Jesús eru frá þriðju öld og á þeim er hann dökkur á hörund(olive colored). Jesus lifði við Miðjarðarhafið og hann var Gyðingur. Trúarlegar myndir kristinnar kirkju hafa ekkert með mannfræði eða sagnfræði að gera. Jesús er málaður eða teiknaður eins og fólk vill sjá sjálft sig. Það er óska ímyndin. En hvaða máli skiptir þetta er hægt að spyrja.  Það ætti amk ekki að skipta máli. 


Heilagur Nikulás frá Myra og Santa Claus.

Nikulás frá Myra var biskup í Bysans eða Tyrklandi nútímans. Hann dó 6.12.  Hann sat líklega kirkjuþingið í Nikeu 325 og dó annað hvort 343 eða 352. Hann var tekinn í dýrlingatölu bæði hjá rómversk kaþólsku kirkjunni og rétttrúnaðarkrikjunni. Hann er verndardýrlingur barna, kaupmanna og sjómanna. Í kaþóskri trú er hann verndardýrlingur barna fyrst og fremst. En fleiri heiðra hann sem verndardýrling sinn: lyfjafræðingar, bakarar, akumenn, sæfarar,dúkagerðarmenn og smásalar svo nokkur dæmi séu nefnd. hann er einnig verndardýrlingur landa, s.s. Rússlands og Grikklands og fjölmargra borga.  Þá er hann ákallaður svo stolnir munir komist aftur í hendur eigenda sinna.  Um Nikulás er til mikill fjöldi helgisagna. Nikulásmessa var 6 desember í kaþólskri tíð.  Biskupskápa Nikulásar var rauð og er ávallt sýnd rauð á myndum. Nikulás var einn af vinsælustu dýrlingum hér á landi. Við siðaskipti voru 60 guðshús helguð honum. Dýrkun á heilögum Nikulási var og er langmest í Rússlandi. Mikill fjöldi Rússa fór, fyrir byltingu, til Bari á Suður Ítalíu þar sem jarðneskar leifar dýrlingsins eru varðveittar. 

Árið 1809 kom út grínsagan "A History of New York" í New York en þar er hnýtt í hollenskan uppruna borgarinnar. Í sögunni kemur heilagur Nikulás svífandi á vagni yfir borginni. Kvæði var ort um heimsókn heilags Nikulásar 1823. Kvæðið varð mjög vinsælt og þar er heilgur Nikulás á fljúgandi sleða sem dreginn er af hreindýrum. Santa Claus eins og við þekkjum hann verður til á árunum 1900 til 1920. Á fjórða áratugnum fór Coca Cola fyrirtækið í mikla auglýsingaherferð þar sem Jólasveinninn var í aðalhlutverki.  ---Og enn segir ekkert af íslenskum jólasveinum.


AGS, gagnrýni á sjóðinn og forsætisráðherra.

SDG er ósáttur við erlendar skammstafanir eins og t.d. IMF. Hann hefur auðvitað rétt á því en í ljósi sögunnar og stöðu landsins í gjaldeyrismálum í dag væri rétt að rökstyðja mál sitt vandlega. Gjaldeyrisvarsjóður Seðlabankans er að verulegu leyti lán. Samstarf Íslands og AGS forðaði ríkissjóði frá greiðslufalli. Það merkir auðvitað ekki að lánaskilmálar hafi verið sanngjarnir eða allr ráðleggingar sjóðsins réttar. Ef litið er til annarra landa hefur margvísleg gagnrýni komið fram á stefnu AGS. AGS var stofnaður 1944 í Bretton Woods. Kerfið sem kennt er við þennan stað byggðist á því að gengi helstu gjaldmiðla heims var fast með nokkrum vikmörkum. Eftir að þetta kerfi leið undir lok hefur AGS einbeitt sér að því að fylgjast með þróun einstakra landa og gefa ráðleggingar. Segja má að nýfrjálshyggja hafi tekið yfir stefnumótu hjá AGS og lagði sjóðurinn þá áherslu á frjálsan markað, einkavæðingu, einföldun markaðslöggjafar og peningastefnu til að hafa áhrif á verðlag. AGS virtist ætla að draga lærdóma af fjármálakreppunni í Asíu 1996 til 1997. Þá taldi sjóðurinn ástæðu til að grandskoða veikleika í bankakerfinu og þjóðhagslegan óstöðugleika. Þegar kom að ráðleggingum sjóðsins vegna fjármálakreppunnar 2008 var hins vegar vikið frá fyrri hugmyndum og áherslan aðallega á ríkisfjármál. Sjóðurinn hefur lagt mikla áherslu á niðurskurð og að tryggja stöðugleika í afkomu ríkissjóð. Þessi stefna hefur reynst afar misjafnlega svo vægt sé til orða tekið.(Virðist his vegar vera stefna SDG og BB). Orðræða sjóðsins einkennist oft af óljósri hugtakanotkun sem getur verið mjög bagalegt. Mikilvægara er þó að sjóðurinn gerir ekki greinarmuna á sjálfstæðum og ósjálfstæðum hagkerfum eins og gert er í nútíma kenningum um peninga. Sjálfstætt hagkerfi er t.d. Bretland og ósjálfstætt hagkerfi er t.d. Írland. Írska stjórnin notar gjaldeyri en Seðlabanki Írlands gefur ekki út gjaldeyri. Ef skatttekjur nægja ekki fyrir útgjöldum verur ríkissjóður að taka evrur að láni. Hér kemur mikilvægur munur í ljós. Í sjálfstæðu hagkerfi getur ríkissjóður ekki komist í greiðslufall vegna innlendra skulda en það getur ósjálfstætt hagkerfi. Harkaleg niðurskurðarstefna hefur neikvæð áhrif. Menn skera niður og spara sjálfa sig til dauða......

Óundirbúinn fyrirspurnartími 13.12. Í símskeytastíl....

Áhrfi skuldaleiðréttinga á verðbólgu var fyrst á dagskrá og talaði Guðmundur Steinrímsson. Margir umsagnaraðilar hafa varað við þessu. Forsætisráðherra: gömul þula um AGS og fjandskap hans. Seðlabankinn er skyndilega orðinn vinsamlegur ríkisstjórninni . Guðmundur Steingríms bendir á stöðugt verðlag, verðtryggingu og áhrif hennar lánakjör. Forsætis: lausnin er hallalaus fjárlög til að vinna á verðbólgu. Ný hagfræðileg uppgötun hvorki meira né minna og ekki enn komið hádegi. Ögmundur um Ríkisútvarpið; aðför Sjálfstæðisflokksins að ruv.is. Fólk rekið á meðan flokkspólitíst barnaandlit er fengið til stjórna rándýrum þætti. Illugi (hagfræðingur): engin penngar til og engar pólitískar ofsóknir.  Ögmundur : pólitískar ofsóknir og aðför að opinberri stofnun. Framkoma við reynt starfsfólk ruv er niðurlægjandi og forkastanleg. Illugi (hagfræðingur): við verðum að forgangsraða og engar pólitískar ofsóknir. Jón Þór Ólafsson: stöðvun nauðungarsölu fyrir áramót. Hælir Hönnu Birni. Drómi; lánasafnið á að flytja inní Arionbanka fyrir jól. BB(fjármál) : kröfur eiga að vera í höndum viðskiptabanka, breytt viðmót og hugsað um framtíðarviðskipti( margir heyrt þetta áður ;))...Jón Þór: hef lagt fram spurningar til BB um Dróma ; vill flýta málinu... BB: kröfusamband mun ekki breytast við flutning til Arion Banka . Helgi Hjörvar : fallið frá hugmyndum um skerðingu á barnabótum sem er fagnaðarefni,,,bréf frá BB liggur fyrir hjá fjárlaganefnd,   BB: ríkisstjórn sendir tillögur til breytinga til nefndarinnar, tillögur kynntar í ríkisstjór, starfsmaður kynnir tillögur fyrir nenfdinni, hugmyndir voru uppi,, Helgi Hjörvar: heiðarlegt svar hjá BB, um var að ræða tillögu BB til nefndarinnar(örugglega ekki hugleiðingar út í loftið), BB : fjármálaráðuneyti hefur yfirburðastöðu í þessu ferli , ekki sérstök togstreita milli nefndar og ráðuneytis. Lilja Rafney ; framtíð Landbúnaðháskóla á Hvanneyri...Illugi(ráðherra): skólinn skuldar mikið, rekstrarhalli mikill í mörg ár, starfssemi dregist mikið saman,.. Lilja Rafney: enginn sparnaður af sameiningu við HÍ,,, Illugi : engin framtíð í því að hafa skólann sjálfstæðan áfram.---(Hófust nú umræður um ýmsar forsendur...)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband