Woody Allen sakaður um barnaníð.

Woody Allen er heimsfrægur leikstjóri, leikari og rithöfundur. Kvikmyndir hans hafa jafnan verið vinsælli í Evrópu en í USA. Kvikmyndir hans hafa einkennst af skemmtilegum tilsvörum, heimspekilegum vangaveltum um lífið og tilveruna og áleitnum spurningum um siðferðileg viðfangsefni. Nú begður svo við að ættleidd dóttir Dylan Farrow sakar Allen í opnu bréfi um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Í bréfinu sem hefur birst í bandarískum stórblöðm lýsir hún öllu af nákvæmni. Dylan er nú 28 ára og hún lýsir atburðum sem áttu sér stað 1992.  Mia Farrow og Allen sem bjugga saman um árabil ásakaði hann á sínum tíma um slíkt athæfi. Þau skildu eftir 12 ára sambúð 1992 og Mia fékk forræði yfir börnunum. Allen neitaði allri sök og 1997 hóf hann sambúð með Soon Yi sem þá var fullorðin kona en var áður ættleitt barn Miu.  Þau hafa búið saman síðan og eiga tvö ættleidd börn. Dylan segir í bréfinu að hún hafi þjáðst mikið árum saman en nú vilji hún koma fram og segja sögu sína. Megi það verða öðrum fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis hvatning og stuðningur. Dylan segir að samfélagið bregðist fórnarlömbunum en ofbeldismennirnir séu þeir frægir baði sig í sviðsljósinu. Woody Allen vill ekkert tjá sig um efni bréfs Dylan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband