Kauphækkanir, hagvöxtur og verðbólga.

Það vakti furðu margra þegar fjármálaráðherra talaði um nauðsyn þess að kæla hagkerfið. Í ljósi ástandsins eftir hrun og orðræðu hans sjálfs er undrunin skiljanleg. Ráðherran virtist hins vegar vera að vara við of mikilli hækkun launa í komandi kjarasamningum. Samhengið milli verðbólgu og verðtyggðra lána er þekkt. Laun eru hluti af kostnaði fyrirtækja en þau skapa einnig eftirspurn. Aukin eftirspurn eftir vörum og þjónustu er hagvöxtur. Reynslan sýnir það. En vandamálið er hugsanleg verðbólga. Nokkrir hópar haga fengið verulegar kjarabætur að undanförnu. Nefna má stjórnendur í fjármálageira. Kjararáð hefur úrskurðað um kjarabætur til hluta stjórnenda í ríkisgeiranum. Í launamálum bera mkilvægir hópa sig saman við aðra hópa. Eftir hrun er ástandið í efnahagsmálum afar viðkvæmt og vandmeðfarið. Friður á vinnumarkaði byggist á því að mikilvægustu hóparnir séu sáttir við sinn hlut. Það er ekki eingöngu ríkisstjórnin sem á erfitt verk fyrir höndum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband