30.7.2013 | 17:35
Gúrkutíð og gallabuxur.
Um klæðnað Alþingismanna virðast gilda formlegar og óformlegar reglur. Eðlilegt er að hugsað sé um virðingu þjóðþingsins og þingmenn klæði sig vel og snyrtilega. En tískan breytist og einnig hugmyndir um virðuleika. Gallabuxur eru algengur klæðnaður um allan heim. Öllum þykir í lagi að vera í gallabuxum. En klæðnaður er háður aðstæðum. Ekki fara allir í óperuna í gallabuxum. Sama gildir um jarðarfarir og að því er virðist einnig um þingfundi á Alþingi. Þingmaður mætir á fund í gallabuxum og fjölmiðlar segja frá því. Þingmanninum finnst það gert af vandlætingu og hlutdrægni. Þessu mótmæla fréttamenn. Á meðan á þessu stóð breyttist skuldastaða þjóðarbúsins ekki en staða krónunnar veiktist heldur þrátt fyrir metfjölda erlendra ferða. Krónan var enn í höftum og stríð banka og lántakenda hélt áfram. Hættan á aukinni verðbólgu virðist fara vaxandi og ljóst er að pólitísk átök verða mikil í haust. Lögmaðurinn hugumstóri skrifað hvern pistilinn á fætur öðrum og hefur nú tekist að fá pólitíska samherja uppá á móti sér. Má þjóðin eiga von á fleiri gallabuxnamálum á næstunni?
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar