Stafar samfélaginu ógn af efnahagsafbrotun?

Árið 2012 sendi greiningardeild Ríkislögreglustjóra frá sér skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um svonefnd hvítflibbaafbrot. Slík afbrot eru framin af mönnum sem eru í einhvers konar valdastöðu, njóta virðingar samfélagsins og nýta sérþekkingu við afbrot. Slíkir menn hafa oft víðtæk sambönd í stjórnmálaflokkum , fjölmiðlum, stjórnsýslu og hagsmunasamtökum. Þessi sambönd eru öll nýtt ef upp kemst um brot. Við slíkum brotum er sönnunarbyrði langsótt, erfið og kostnaðarsöm en refsingar yfirleitt vægar. Efnahagsafbrot eru stundum skipulögð glæpastarfsemi en þá þarf að koma til m.a. samvinna tveggja eða fleiri og samstarf í langan tíma. Stundum er starfsemin alþjóðleg og felur í sér peningaþvætti. Sérstakur Saksóknari hefur til rannsókar mikinn fjölda mála sem tilheyrir þessum brotaflokki. Í nokkrum málum hefur verið ákært og dæmt.Embættið kostar mikla fjármuni og ræður nú yfir miklum fjölda starfsmanna. Nú má velta því fyrir sér hvort þessu fjármunum hefur verið vel varið en vandinn er við hað á að miða. Fjölda dæmdra núna? Fjöldra ákærða núna? Huganlegt mat á þeim skaða sem afbrotin hafa valdið? Fælingarmætti rannsóknar og dóma af þessu tagi? Umræðu um vægar refsingar við hvítflibbaafbrotum? Aukin trú og traust á réttarkerfinu? Matið er ekki einfalt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband