Skipulögð glæpasamtök á Íslandi.

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra telur það hafið yfir allan efa að slík samtök séu starfandi hér á landi.Þessir hópar eru (flestir) af erlendum rótum. Þeir stunda framleiðslu á fíkniefnum, dreifingu og sölu. Mansal, rán , gripdeildir og fjárkúgun eru einnig á listanum. Líkur eru taldir á að þessir hópar muni eflast á næstu árum. Skipulag innlendra afbrotahópa virðist lausara í reipunum og þeir sameinast tímabundið um ákveðin verkefni. Það liggur fyrir að íslenskir afbrotamenn taka þátt í fíkniefnadreifingu á erlendum vettvandi. Nú er um tugur Íslendinga í fangelsum víða í Evrópu. Eftir Hrun hafa orðið verulegar breytingar á fíkniefnamarkaði hér á lands. Innlend framleiðsla kannabis fullnægir eftirspurn. Innflutningur á amfetamíni og skyldum örvandi efnum hefur aukist eftir hrun. Eftirspurn virðist mikil og stöðug. Allt bendir til þess að steranotkun fari hratt vaxandi hér á landi. Erlendir glæpahópar eru líklegir til að stunda mansal. Frægt er mál sem kom upp 2010 þegar 5 erlendir glæpamenn voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir mansal. Áhætta á mansali er ekki bundin við erlenda glæpahópa. Ljóst er að í hópi hælisleitenda eru einhverjir sem hafa tengst glæpastarfsemi. Í málefnum vélhjólagengja hefur lögreglan náð verulegum árangri. Greiningardeildin metur hryðjuverkaógn ekki mikla hér á landi.

Glæpir eru alvarlegt samfélagsvandamál. Há tíðni glæpa bendir til siðrofs og upplausnar. Siðrof skapast oft ef þjóðfélagsþróun er mjög ör og ekki er ljóst hvaða reglur og siðaboð eru í gildi. Undanfarinn áratug hefur þróun íslensks samfélags einkennst af miklum umbrotum. Slík umbrot reyna á samheldni samfélagsins. Glæpir eru ein birtingarmynd alvarlegs siðrofs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband