Kreppa í Kína?

Hagvöxtur í Kína hefur verið undraverður en breyting virðist verða á seinni hluta árs 2010. Þá stöðvast hinn mikli vöxtur og í ár verður hann líklega 7.8%. Það er mikil breyting frá því sem áður var. Á vinnumarkaði í Kína eru nú uþb 800 milljónir manna. 35% vinnuaflsins er í landbúnaði sem er mjög hátt hlutfall miðað við þróuð iðnríki.  Árið 2010 var Kína mesta útflutningsríki heims. Kínverska hagkerfið er næst stærst á eftir því bandaríska. Erlend fyrirtæki hafa fjárfest mikið í Kína vegna lágs launakostnaðar. Með aukinni hagsæld hafa laun hækkað og erlendu fyrirtækin leita annarra fjárfestingarmöguleika í löndum eins og Vietnam. Talið er að 15% Kínverja lifi í fátækt en í landinu er mikill fjöldi milljarðamæringa. þeir hafa í auknum mæli verið að flytja fjármuni sína frá Kína. Það gæti bent til ótryggs ástands. Tekjuskipting er ákaflega ójöfn. Efsti tekjuhópurinn hefur meir en sextíufaldar tekjur þess hóps sem minnstar hefur. Tölur ber að taka með varúð. Þeir sem gegna valdastöðum þiggja háar upphæðir í mútur. Valdakjarni flokksins verður nú að takast á við margvísleg vandamál. Spilling er mjög víðtæk. Neysla innanlands hefur lengst af ekki verið í samræmi við þjóðarframleiðslu. Víðtækar umbóta er þörf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband