Ný stefna í húsnæðismálum?

Hrunið og afleiðingar þess hafa leitt til þess að margir velta fyrir sér nýjum lausnum í húsnæðismálum. Nefna má Vilhjálm Birgirsson og Eygló Harðardóttur. Hrun krónunnar og verðtryggð lán hafa leitt til missis húsnæðis og tæknilegs gjaldþrots margra. Vilhjámur till að lífeyrissjóðirnir fjármagni leigufélög sem útvegi húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Eygló virðist ætla verkalýðshreyfingunni þetta hlutverk. Kjarninn er að verið er að hverfa frá sjálfseignarstefnunni. Hvergi hefur Bjartur í Sumarhúsum lifað jafn góðu lífi og í húsnæðismálum. Sá sem á sitt eigið hús er sjálfs síns herra.  Árið 1920 voru 63% íbúða í Reykjavík leiguíbúðir en það átti eftir að gjörbreytast seinna á öldinni. Fjöldi þinglýstra leigusamninga hefur aukist mikið eftir hrun. 2007 voru þinglýsingar undir 300  en fóru í 600 árið 2009. Nú er talið að það vanti um 2000 leiguíbúðir á markaðinn.  BSRB hefur ályktað að taka eigi hér upp leigumarkað að norrænni fyrirmynd. Öllum á að tryggja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Slíkum hugmyndum mun líklega vaxa fylgi á næstunni. Árið 2007 voru félagslegar íbúðir 8229. Þaraf voru búseturéttaríbúðir 1192 og leiguíbúðir sveitarfélaga 4546. Til lengri tíma litið hlýtur markmiðið að vera að gera leigu jafn góðan kost og það að eiga íbúð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband