Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar.

Skoðanakannanir geta gefið mynd af skoðunum og viðhorfum kjósenda. Í öllum könnunum er óvissa og ekki er hægt að fullyrða um nákvæmar tölur. Samt sem áður gefa þær góða vísbendingu. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups heldur fylgi Framsóknar áfram að dala. Það hlýtur að vera flokksforystunni áhyggjuefni. Öllum er ljóst að flokkurinn lendir í miklum póitískum erfiðelikum þegar líður á haustið og mikilvæg mál koma til kasta þingsins. VG mælist nú með 16% fylgi sem hlýtur að vera mikil hvatning fyrir starfið framundan. Greinilegt er að ímynd flokksins hefur breyst með nýjum formanni. Píratar eru á uppleið en tilkoma þeirra er mjög merkileg í þróun stjórnmála. Íslensk stjórnmál eru að mörgu leyti þreytt og stöðnuð. Vonandi færa Píratar líf í sstjórnmálin. Samfylkingarmenn hljóta að vera mjög ósáttir við 14% fylgi. Flokkurinn verður að meta stöðu sína uppá nýtt ef þetta breytist ekki á næstu mánuðum. Sjálfstæðisflokkur og BF standa í stað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband