ESB beitir Færeyinga refsiaðgerðum.

ESB hefur ákveðið að beita Færeyinga refsiaðgerðum vegna þess að þeir hafa einhliða aukið síldarkvóta sinn. Ákveðið var með nægjanlegum meirihluta að ekki megi flytja inn síld frá Færeyjum og ekki heldur makríl sem telst skyld tegund. Fiskiskip sem stunda slíkar veiðar mega ekki leggjast að bryggju í hafnarborgum ESB. Aðeins tvö lönd greiddu atkvæði gegn þessum refsiaðgerðum en það eru Danmörk og Bulgaría. Ljóst er að þetta mál mun reyna alvarlega á ríkjasamband Danmerkur og Færeyja. Samtök danskra fiskimanna hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar og telja þær jafnvel ekki ganga nógu land enda þótt farsælla hfði verið að leysa málið innan ríkjasambandsins. Stjórnvöld í Færeyjum hafa mótmælt harðlega og þau munu örugglega leita réttar síns fyrir alþjóðlegum stofnunum. Fyrir dönsk stjórnvöld er málið sértakalega alvarlegt og erfitt. Það er einnig ljóst að það hefur áhrif á samband við Svíþjóð og Finnland. Nú skal ekki lagt mat á það hvort aukning Færeyinga á síldarkvóta eigi við fiskifræðileg rök að styðjast. Það er einn hluti mæalsins. Mikilvægari hlutinn er fram koma risastórs ríkjabandalags gagnvart smáþjóð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband