3.8.2013 | 16:20
Hvert stefnir ferðaþjónustan?
Ferðaþjónustan er ein af mikilvægustu útflutningsgreinum landsins. Hún hefur hins vegar vaxið án heildarstefnumótunar og án grundvallarrannsókna á greininni sjálfri. Hvorutveggja er mjög bagalegt. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur vaxið ár frá ár og heildartekjur vaxið en tekjur á hvern einstakling minnkað. Stærstur hluti ferðamannanna hefur yfir sumartíman og álag á vinsælustu og fjölsóttustu staði er mikið. Fáir stórir aðilar ráða ferðinni í greininni en þar starfar einnig mikill fjöldi smárra aðila og frumkvölðagleði mikil. Nú er afar mikið fjárfest í hótelum og einkum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki veit ég hvort þarfagreining liggur til grundvallar og örugglega ekki áætlanir um dreifa gistiaðstöðu um landið. Helsti styrkur ferðaþjónustunnar er náttúra landsins. Ísland er öruggt land og landið og þjóðin hafa jákvæða ímynd. Á ýmsum sviðum eru veruleg sóknarfæri ,t.d. ráðstefnuhald, hvataferðir, fuglaskoðun og nefna má auk þess heilsutengda ferðaþjónustu. Stefnumótun til lengri tíma er nauðsynleg. Eðlilegt er að atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti hafi frumkvæði í slíkri stefnumótun ásamt umhverfisráðuneyti. Hagsmunasamtök ferðaþjónustunnar ásamt rannsóknarstofnunum verða að koma að þessu borði.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar