4.8.2013 | 08:47
Er söfnuður í bankakerfinu?
Björn Halldórsson loðdýrabóndi í Vopnafirði og formaður Samtaka loðdýrabænda er harðorður í garð ónefndra bankamanna. Hann telur þá ekki hafa neitt vit á rekstri og þess vilji þeir ekki lána landsbygðinni. Nú er það staðreynd að útgeðarfyrirtæki á landsbyggðinni hafa fengið mikil lán en ýmsir aðrir hafa kvartað yfir tregðu til að lána fé út á land. Raungengi er nú í lagmarki og meðalverð á minnkaskinni 13000 kr. Kaup og sala er gerð upp í dollurum. Útflutningsverðmæti í fyrra var 1.6 milljarður og verður 2 milljarðar í ár. Á undanförnum árum hefur verð skinna hækkað um 170% en framleiðslukostnaður um 80%. Uppboðshúsið í Kaupmannahöfn veitir Birni rekstrarlán en húsið sjálft fær lán hjá Nordea Bank. Vextir eru helmingi lægri en þeir sem bjóðast hér á landi. Ef litið er aftur í tímann kemur í ljós að afar miklar sveiflur hafa verið í loðdýrarækt. Verð á afurðum sveiflast afar mikið sem bætist ofan á gengissveiflur hér. Áhætta í greininni hefur því umtalsverð. Á Íslandi er tiltölulega erfitt að stunda loðdýraarækt. Vegna óblíðrar náttúru verða hús að vera traust og rammgerð. Umdanfarið hefur verið nokkur umræða um aðbúnað dýranna út frá dýraverndunarsjónarmiði. Eitthvað er um það að danskir loðdýrabændur stundi rekstur hér.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar