Umferðarslys á Íslandi.

Í mars 2013 gaf Umferðarstofa út skýrslu um umferðarslys árið 2012. Árið var mjög gott í alla staði og sýndi að góður árangur hafði náðst. Látnum og slösuðum fækkar um 15% frá fyrra ári. 9 einstaklingar létust í umferðinni 2012. Nokkrir vegakaflar eru afar hættulegir. Vegkaflinn á Hringvegi frá Þrengslavegi að sýslumörkum er afar hættulegur. Vegkaflinn sunnan við Hvalfjarðargöng er einnig hættulegur. Gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar eru hættulegustu gagnamót landsins. Ef litið er á öll slys og óhöpp eru þau flest í janúar. Hættulegustu vegir í dreifbýli eru Reykjanesbraut og Þrrengslavegur/Þorlákshafnarvegur. Aldurshópurinn 17 til 26 er líklegastur til að lenda í slysum. Ef tekin eru einstök ár eru 18 ára ökumenn líklegastir til að valda slysi. Árið 2006 var mikið slysaár en þá létust 31 í umferðarslysum. Skýrsla Umferðarstofu er afar vönduð tölfræðileg samantekt sem byggir á lögregluskýrslum. Hún geymir mikinn fróðleik og af henni má mikið læra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband