5.8.2013 | 20:37
Grikkland, Spánn og Ítalía.
Evrusvæðið er að rétta úr kútnum og ýmis batamerki sýnileg. En það á ekki við um SuðurEvrópu og langvinn kreppa virðist framundan. Kreppan er dýpst í Grikklandi og gríska ríkið getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ekki er hægt að lækka skuldir ríkisins í 124% af vergri landsframleiðslu í samræmi við markmið AGS. Almenn lífskjör í landinu hafa versnað meir en í nokkru öðru ríki á evrusvæðinu. Skattar hafa hækkað og hagkerfið dregist saman um meir en 20%. AGS og leiðtogum evrusvæðisins er ljóst að meiri fjármagns er þörf til að tryggja greiðslugetu gríska ríkisins. Þríeykið, AGS, ESB og Seðlabanki Evrópu krefjast mikillar fækkunar ríkisstarfsmanna. Niðurskurður og sparnaður til dauða?
Samkvæmt nýjum spám AGS mun atvinnuleysi á Spáni verða yfir 25% amk til 2018. Hagvöxtur verður innan við 1% á sama tíma. Ráð AGS er að gera vinnumarkaðinn sveigjanlegri. Það þýðir að vinnuaflið verður ódýrara. Undanfarinn áratug hafa hagvaxtartölur lækkað á Ítalíu og landið á í djúpri pólitískri kreppu. Þar leikur Berlusconi aðalhlutverkið.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar