6.8.2013 | 11:55
2007 endurtekur sig á vinnumarkaði.
Starfsgreinasamband Íslands sendir frá sér fréttatilkynningu í dag. Þar er eindregið varað við launaþróuninni að undanförnu. Tekjubil er að aukast. Upplýsingar úr álagningarskrám gefa til kynna umtalsvert launaskrið hjá stjórnendum og yfirmönnum til að mynda í fjármálageira. Þetta á einnig við um forstjóra ríkisstofnana en ekki almennt starfsfólk í þessum stofnunum. Ef endurreisa á íslenskt hagkerfi þurfa allir að standa saman en nú er greinilegt að ýmsir hópar hafa tekið forskot á sæluna. Við það rofnar samstaðan sem ef til vill var aldrei til staðar. Lykilatvinnugreinar eins og sjávarútvegurinn hefur greinilega efni á háum arðgreiðslum. Árið í fyrra var metár fyrir ferðaþjónustufyrirtæli. Skattaumhverfið er fyrirtækjunum hagstætt og allar útflutningsgreinar hagnast af afar lágu raungengi. Kjaraviðræður í haust hljóta að taka mið af þessu ástandi.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar