2007 endurtekur sig á vinnumarkaði.

Starfsgreinasamband Íslands sendir frá sér fréttatilkynningu í dag. Þar er eindregið varað við launaþróuninni að undanförnu. Tekjubil er að aukast. Upplýsingar úr álagningarskrám gefa til kynna umtalsvert launaskrið hjá stjórnendum og yfirmönnum til að mynda í fjármálageira. Þetta á einnig við um forstjóra ríkisstofnana en ekki almennt starfsfólk í þessum stofnunum. Ef endurreisa á íslenskt hagkerfi þurfa allir að standa saman en nú er greinilegt að ýmsir hópar hafa tekið forskot á sæluna. Við það rofnar samstaðan sem ef til vill var aldrei til staðar. Lykilatvinnugreinar eins og sjávarútvegurinn hefur greinilega efni á háum arðgreiðslum. Árið í fyrra var metár fyrir ferðaþjónustufyrirtæli. Skattaumhverfið er fyrirtækjunum hagstætt og allar útflutningsgreinar hagnast af afar lágu raungengi. Kjaraviðræður í haust hljóta að taka mið af þessu ástandi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband