6.8.2013 | 18:28
Skýrsla AGS um Þýskaland.
Gangið ekki of langt í aðhaldi og sparnaði. Þetta er kjarni ráðlegginga AGS til þýskra stjórnvalda. Auk þess mælir sjóðurinn með launahækkunum til að örva innlenda eftirspurn. Andinn í skýrslunni er jákvæður. Þýskaland er mikilvægasti hlekkur í stöðugleika í Evrópu. Landið er eitt mesta útflutningsríki í heimi og þess vegna mjög háð þróun á alþjóðlegum mörkuðum. AGS telur rétt að þýskt launafólk fái til sín stærri hluta af þjóðartekjum. Þessu er hægt að ná með almennri lækkun skatta. Þetta myndi gera landið óháðari sveiflum á erlendum mörkuðum. Lausn á pólitískum vandamálum í evrusamstarfinu mun auka hvata til fjárfestinga. AGS sér ákveðna veikleika í þýsku fjármálakerfi. Eigið fé bankanna hefur að vísu vaxið en hagnaðarhlutfall er ekki nægilega hátt. 2000 til 2010 lækkuðu raunlaun í Þýskalandi en síðustu tvö ár hefur kaupmáttur vaxið. Þýskaland hefur í langan tíma flutt mun meira út til evrulanda en inn frá þeim. Síðan 2007 hefur þróunin verið í meiri jafnvægisátt.( Stuðst við Der Spiegel.)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar