7.8.2013 | 08:01
Binni í Vinnslustöðinni sýpur hveljur.
Sigurgeir Brynjar framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar skrifar grein á visir.is í dag. Þar kemur hann með skýringar og útreikninga á nýlegum arðgreiðslum fyrirtækisins. Að mati Binna eru þær fullkomlega eðlilegar, dreifast á marga og koma öllu byggðarlaginu í Eyjum til góð. Gott hjá Binna! Allt í góðu lagi en umræða bara öfund og leiðindi og skilningsleysi á því að ofurskattar eru að sliga útgerðina í landinu!! Binni bendir á það að hluthafar eru 260 en hann gleymir því sem mikilvægast er að gera grein fyrir eignadreifingu. Ekki nema það sé svo að allir eigi nákvæmlega jafnt! Nú hefur Binni reiknað út að hlutafé í Vinnslustöðinni hafi gefið jafn mikinn arð og ríkistryggð skuldabréf ef reiknað er frá 2002. Sem sagt; áhættulaus fjárfesting er jafn góð og fjárfesting í Vinnslustöðunni. Inní þessum útreikningum er örugglega Hrunið en árið 2008 hvarf eigið fé sjávarútvegsins sem greinar nánast alveg. Verður þá ekki samanburður óheppilegur því varla telst hrun alls bankakerfisins og fjölmargra fyrirtækja verða eðlilegt árferði? Enda þótt Binni sé Snæfellingur virðist hann hafa gengið í flokk Eyjamann í Vinnslustöðunni í harðri baráttu við Snæfellinga í Vinnslustöðinni. Hann telur arðgreiðslur tryggja eignarhald Eyjamanna í VSV. Eða eins og stendur á öðrum stað ; við lifum í besta mögulega heimi allra heima.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar