John F Kennedy ; forseti og glaumgosi.

C Andersen hefur skrifað bók um síðustu ár Kennedy. Forsetinn var glæsilegur stjórnmálamaður sem hreif milljónir manna með sér. Kennedy fjölskyldan var mikilvægasta pólitíska fjölskylda USA. Forsetinn hefur orðið að goðsögn, tákni og nánast politískri helgimynd. En framhlið er eitt og bakhlið annað. Lengi hefur verið vitað um kvennamál forsetans. Áður en hann giftist Jacqueline hafði hann verið í sambandi við Joan Crawford, Audrey Hepburn og Zsa Zsa Gabor. Lítið breyttist eftir að John F gekk í hjónaband. Hann átti í löngu ástarsambandi við Mary P Mayer. Mjög þekkt er samband hans við Marilyn Monroe en hún virðist hafa trúað því að Kennedy ætlaði að skilja við Jacqueline og giftast henni. Kennedy var bakveikur og var með mikla verki. Læknir hans lét hann fá mikið af verkja-og deyfilyfjum en það kann að hafa haft áhrif á hegðun hans. Framhliðin var ást, tryggð, lífsgleði og hugrekki. En hún var tilbúningur eins og sagan um Kamelot og Arthúr konung. ( Bók C Andersen er fáanleg hjá Amazon. Stuðst við Spiegel).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband