8.8.2013 | 22:52
Hræsnarar gegn fávitum; NSA í þýskri kosningabaráttu.
Mikill æsingur er í umræðu um njósnir NSA og samstarf við BND(þýska leyniþjónustan) í kosningabaráttunni. Ásakanir ganga á víxl. Hægrimenn kalla jafnaðarmenn hræsnara vegna þess að samstarfið hafi hafist í valdatíð þeirra. Steinmeyer þingflokksformaður gegndi þá mikilvægu hlutverki. Atburðirnir 11.9. 2001 urðu til þess að samstarfið var aukið mikið. Jafnaðarmenn benda á að þetta segi ekkert um hvernig samstarf leyniþjónustanna sé í dag. Nú hefur yfirmaður BND lýst því yfir að mikið magn gagna sé afhent NSA með reglulegu millibili og sjálfkrafa. Enn er ekki ljóst hvort NSA aflar sér upplýsinga um þýska ríkisborgara með beinum hætti. Það er heldur ekki ljóst hvernig NSA notar Prism til að fylgjast með tölvusamskiptum fjölþjóðlegra fyrirtækja. Það er ljóst að afhjúpun víðtækra njósna er rétt að hefjast. (Der Spiegel).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar