Binni í Vinnslustöðinni skuldum vafinn?

Háar arðgreiðslu til eigenda Vinnslustöðvarinnar í Eyjum hafa vakið athygli og eru án efa mikið ræddar meðal eyjaskeggja.(Þær námu rúmum milljarði króna) Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki greiði arð. Fjárfesting er til langs tíma og hagkvæmur rekstur á að skila arði til lengri tíma litið. Rekstrarhagnað er hægt að nota til að greiða niður skuldir eða til nýfjárfestinga. Stundum er sagt að skattakerfið hvetji beinlínis til fjárfestinga. Seil ehf er mjög skuldugt félag og Binni er einn eigenda þess. Seil á 25% í VSV eins og bræðurnir af Snæfellsnesi. Árið 2011 skuldaði Seil 2.3 milljarða króna. Ef það  er  skuldastaða eignarhaldsfélaga eigenda VSV sem ræður arðgreiðslum en ekki lykiltölur í rekstri eða framtíðarstefna fyrirtækisins blasir við undarleg staða. Bræðurnir Guðmundur og Hjálmar vildu minni arðgreiðslur og meiri nýfjárfestingar. Þeirri hugmynd var hafnað á aðalfundi. Staðan er undarleg. Mikil endurnýjun er bráðnauðsynleg á skipaflota landsmanna. Meðalaldur skipa er óeðlilega hár og endurnýjunarþörf mikil. Mikil skuldsetning eigenda getur hins vegar leitt til þess að fjármunur renna úr fyrirtækjum til bankakerfis en fara ekki í nauðsynlegar nýfjárfestingar. Enn undarlegra er að árum saman hafa SA og pólitískir fylgisseinar kvartað hástöfum yfir litlum fjárfestingum.( Heimild dv.is).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband