9.8.2013 | 11:47
Kínverska hagkerfið; örstutt stöðumat.
Í júlí hafði verð á neysluvörum hækkað um 2.7% á einu ári. Það er talsvert fyrir neðan 3.5% markið sem stjórnvöld höfðu sett. Þetta er hvatning til bankakerfisins til að lækka vexti og örva þannig hagkerfið. Stór iðnfyrirtæki juku framleiðslu sína um 9.7% frá júní 2012 til júni í ár. Málmframleiðsla óx um 11.8% og bílaframleiðsla um14.1%. Auk þess hefur innflutningur á sömu vörutegundum vaxið. Fjárfesting í föstum fjármunum (framleiðslutæki) óx um 20.1%. Fjárfesting í innviðum(infrastructure) er í öruggum vexti. Það hefur hægt á aukningu peningamagns. Síðastliðna tólf mánuði hefur smásöluverslun vaxið um 13.2%. Í nokkrum vöruflokkum var samdráttur, t.d í dagvöru og hálfvaranlegum vörum t.d. húsgögnum. Útflutningur óx um 5.1% á síðastliðnum 12 mánuðum og innflutningur um 10.9%. Það virðist því ekki nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að grípa til skammtímaaðgerða til að örva hagvöxt heldur einbeita sér að kerfislægum umbótum.(Rob Minto í ft.com.)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar