9.8.2013 | 22:24
Styrkir Höyre en býr í skattaparadís.
Kosningabaráttan er hafin í Noregi og hún kostar flokkana mikla fjármuni. Norskur fjárfestir að nafni Arne Fredly flutti til Monakó 2001 til þess að losna við norska skatta. Hann hefur líklega talið þá alltof háa og á hann nokkra skoðanabræður hér á landi hvað skatta varðar. En hann vill hafa áhrif á stjórnmálin í heimalandinu og styður nú Ernu Solberg og flokk hennar með miklum fjármunum. Flokksmenn sjá ekkert athugavert við þetta. Eignir Arne eru metnar á 1.6 milljarð norska króna og honum munar ekki um 100 þúsund krónur norskar sem hann lætur renna til flokksins. Strangt til tekið er þetta löglegt þar sem Arne er norskur ríkisborgari. Samkvæmt lögum um stjórnmálaflokka er bannað að taka við fjármunum frá erlendum ríkisborgurum eða samtökum. En hvaða skilaboð er flokkurinn að senda til kjósenda? Hver er trúverðugleiki flokksins? Augljóst er að Arne er ekki að styrkja flokkinn af góðsemi einni saman. Hann vonast augljóslega eftir breytingum á skattakerfinu. Æ sér gjöf til gjalda.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar