Staðan á vinnumarkaði.

Nýjasta mánaðaryfirlit VMST er á heimasíðu stofnunarinnar. Það sýnir tölur í júni á þessu ári. Þar kemur fram að skráð atvinnuleysi var 3.9% og atvinnulausir voru 6935. Á höfuðborgarsvæðinu var atvinnuleysið 4.5% en á landsbyggðinni 2.8%. 1238 voru skráðir í vinnumarkaðsúrræði sem telst góður árangur samanborið við önnur lönd. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meir en eitt ár voru 2106 í júnílok.  1317 erlendir ríkisborgarar voru án atvinnu. Almennt er atvinnuleysi hærra hjá konum en körlum og munar rúmu prósenti. Af einstökum landsvæðum er atvinnuleysi áberandi á Suðurnesum en þar voru 626 atvinnulausir í júní. Flokkað eftir greinum eru flestir atvinnulausir í verslun eða 1291. Af atvinnulausum hafa 3283 einungis lokið grunnskólanámi eða 45%. Hér eins og í öðrum löndum er þessi hópur í mestri hættu að verða atvinnulaus. Í júní voru skráð laus störf hjá VMST 239. Í júní 2012 var atvinnuleysi 4.8% og 8704 voru að meðaltali atvinnulausir. Af þeim voru 4319 eingöngu með grunnskólanám og voru 49% atvinnulausra. Fyrir þennan hóp hafa því orðið til störf og vinnumarkaðsátak hefur sitt að segja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband