10.8.2013 | 10:20
Staðan á vinnumarkaði.
Nýjasta mánaðaryfirlit VMST er á heimasíðu stofnunarinnar. Það sýnir tölur í júni á þessu ári. Þar kemur fram að skráð atvinnuleysi var 3.9% og atvinnulausir voru 6935. Á höfuðborgarsvæðinu var atvinnuleysið 4.5% en á landsbyggðinni 2.8%. 1238 voru skráðir í vinnumarkaðsúrræði sem telst góður árangur samanborið við önnur lönd. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meir en eitt ár voru 2106 í júnílok. 1317 erlendir ríkisborgarar voru án atvinnu. Almennt er atvinnuleysi hærra hjá konum en körlum og munar rúmu prósenti. Af einstökum landsvæðum er atvinnuleysi áberandi á Suðurnesum en þar voru 626 atvinnulausir í júní. Flokkað eftir greinum eru flestir atvinnulausir í verslun eða 1291. Af atvinnulausum hafa 3283 einungis lokið grunnskólanámi eða 45%. Hér eins og í öðrum löndum er þessi hópur í mestri hættu að verða atvinnulaus. Í júní voru skráð laus störf hjá VMST 239. Í júní 2012 var atvinnuleysi 4.8% og 8704 voru að meðaltali atvinnulausir. Af þeim voru 4319 eingöngu með grunnskólanám og voru 49% atvinnulausra. Fyrir þennan hóp hafa því orðið til störf og vinnumarkaðsátak hefur sitt að segja.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar