Þýsk stórfyrirtæki styðja CDU.

Það styttist í kosningar í Þýskalandi og CDU hefur talsvert forskot á SPD flokk jafnaðarmanna. Það sem af er þessu ári hefur flokkur Merkel kanslara fengið 600 þúsund evrur í styrki. Það er nánast jafn mikið og allir aðrir flokkar til samans og þá er systurflokkurinn í Bæjaralandi CSU talinn með. Einstaka styrki yfir 50 þúsund evrum verða flokkarnir að tilkynna þingnefnd  en styrkir á bilinu 10 þúsund til 50 þúsund koma fram á reikningsyfirliti flokkanna. Í júlí fékk CDU 130 þúsund evrur frá fyrrum forstjóra lyfjarisans Merck. Fyrirtæki í efnaiðnaði voru einnig örlát. BMW AG færði hins vegar CDU 140 þúsund evrur og er það hæsti einstaki styrkur hingað til. SPD liggur CDU langt að baki hvað varðar styrki og Græningjar og Die Linke komast ekki á blað. Einstakir háir styrkir segja hins vegar ekki alla söguna um útgjöld vegna kosningabaráttunnar. Þessar tölur segja okkur hins vegar hvaða tilfinningar stjórnendur stórfyrirtækja bera í brjósti til stjórnmálaflokkana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband