IPA-áætlun og Ipa-styrkir.

IPA styrkir standa öllum ríkjum sem sækja um aðild að ESB til boða en einnig þeim ríkjum sem mögulega munu sækja um.Ætlunin er að styðja ríki með fjárframlögum og með samstarfi sérfræðinga. Áætlanir eru tvenns konar. Annars vegar landsáætlanir og hins vegar fjölþegaáætlanir. Hvert ríki undirbýr sína landsáætlun og fær ákveðna fjárupphæð  til að vinna að verkefnunum. Fjölþegaáætlanir ná til allra umsóknarríkja og eru miðstýrðar. Íslensk stjórnvöld hafa haft þá stefnu að öll verkefni nýtist vegna aðildar Íslands að EES en óháð hvort að aðild að ESB yrði. Almennt séð eru verkefni til að efla stjórnsýsluna eins og verkefni sem snýr að gerð þjóðhagsreikninga hjá Hagstofunni. Annað dæmi er verkefni sem Matis hefur undirbúið og hefur með heilbrigðis-og matvælaeftirlit á EES-svæðinu að gera. þar sem ríkisstjórnin hefur gert ótímabundið hlé  á aðildarviðræðum og stefna ríkisstjórnarflokka liggur fyrir hefur ESB tekið fyrir styrkveitingar. Í áraraðir hefur Ísland tekið þátt í fjölþjóðlegum verkefnum sem fjármögnuð eru af  ESB. Nefna má Leonardo og Comenius. Að sjálfsögðu verður engin breyting á því samstarfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband