11.8.2013 | 11:56
Kosningar í Noregi eftir mánuð.
Höyre er í mikill sókn og samkvæmt einni spá er fylgið 31.2% og flokkurinn myndi fá 56 þingmenn. Verkamannaflokkurinn er með 29.6% þannig að bilið er nokkuð. Framfaraflokkurinn er eini borgaralegi flokkurinn sem tapar fylgi og það er því Erna Stolberg en ekki Siv Jensen sem er leiðtogi hægri vængsins. Sv fær 3.7% í könnunum og einn þingmann. Græningjar fá 2.7%. Margir flokkar eru því rétt við mörkin að komast á þing og það gerir óvissuna enn meiri um úrslit. Það er því mikil óvissa um úrslitin en ljóst að Erna Solberg og flokkur hennar leiða baráttuna. En sigur er ekki unninn fyrirfram. Kosningavél Verkamannaflokksins er afar öflug og á henni og nánu samstarfi við LO verkalýðshreyfinguna hefur flokkurinn byggt völd sín. Flokkurinn verður því að koma með sterk og óvænt útspil á næstu vikum. (Klassekampen.no)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar