Íbúðalánasjóður safnar íbúðum.

Lánveitingar ÍLS minnka ár frá ári. Á fyrstu 7 mánuðum þessa árs voru þær 25% minni en á sama tímabili í fyrra. Þær eru innan við helmingur af útlánum sama tímabils 2011. Uppgreiðslur eru meiri en útlán þannig að útlánasafnið er að minnka að raungildi. Vanskil einstaklinga námu 5 milljörðum króna í júlílok.  Í júlílok átti sjóðurinn 2578 íbúðir en það eru nálægt 2% allra íbúða í landinu. Íbúðum fjölgaði um 300 það sem af er þessu ári. Tæplega helmingur allra fasteigna í eigu sjóðsins var áður í eigu einstaklinga. Á Suðurnesjum á sjóðurinn 817 íbúðir. 23% fasteigna sjóðsins eru á höfuðborgarsvæðinu. 1197 íbúðir eru nú í útleigu, 860 í sölumeðferð en 283 óíbúðarhæfar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband