Mat Seðlabankans á þróun og horfum í efnahagsmálum.

Ný Peningamál eru komin út. Þar má lesa yfirlýsingu Peningamálanefndar um óbreytta stýrivexti. Mat bankans er forvitnilegt og stutt margvíslegum tölfræðilegum gögnum. Hagvaxtarhorfur næstu 2 ár eru nú 3% ( miklu skiptir að ekki verður af stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík)og líklega mun verðbólga aukast seinni hluta þessa árs. Ástandið á vinnumarkaði heldur áfram að batna, starfandi fjölgar og vinnutími lengist. Talið er að viðskiptakjör þjóðarbúsins muni rýrna um 3% á þessu ári. Þetta merkir að kaupmáttur þjóðarbúsins er að minnka. Á einu ári hefur raungengið lækkað um 5% en er mjög lágt í sögulegu samhengi.Útflutningur á vöru og þjónustu mun aukast um 4.4% á þessu ári(ferðaþjónusta !). Taumhald peningastefnunnar er að veikjast. Virkir raunvextir bankans eru nú um 1.5%. Skuldatryggingarálag á fimma ára skuldbindingar ríkissjóða hafa lækkað lítillega og álit erlendra matsfyrirtækja ekki haft áhrif enn sem komið er. Fyrstu sex mánuði ársins hækkaði verð fasteigna um 6% miðað við fyrra ár. Samdráttur atvinnuvegafjárfestinga er 27% milli ára. Fyrir utan stóriðju, skip og flugvélar jukust fjárfestingar hins vegar. Búast má við að fjárfestingar dragist saman um 9.5% á þessu ári.(Peningamál 2013 3 )

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband