Ástand á vinnumarkaði; mat VMST og Hagstofu Íslands.

Í júlí var skráð atvinnuleysi 3.9% og atvinnulausir að meðaltali 6874. Að meðaltali voru 700 í hlutastarfi. Það sem af er árinu er skráð atvinnuleysi 4.8% samkvæmt Vinnumálastofnun. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum eða 5.4% en minnst á Norðurlandi vestra 1%.Tæplega ellefu hundruð manns eru í vinnumarkaðsúrræðum. 1299 erlendir ríkisborgarar voru án atvinnu þar af 701 Pólverji. Laus störf hjá Vinnumálastofnun voru 229 og þar af 74 fyrir ósérhæft starfsfólk. Ekki kemur framtil hversu langs tíma  þessi störf eru. Vinnumálastofnun spáir 3.9% til 4.2% atvinnuleysi í ágúst.  Allar tölur VMST miðast við rétt til atvinnuleysisbóta. 

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var atvinnuleysi í júlí 3.1%. Atvinnuleysi karla var 3.6% en kvenna 2.6%. Á vinnumarkaði voru að jafnaði 194200 og atvinnuleitendur 5900. Þessar tölur eru ekki árstíðaleiðréttar.  Að jafnaði voru 192400 manns á vinnumarkaði. Samkvæmt Hagstofunni voru atvinnulausir kalrar 3600 en konur 2300. Hagstofan gerir vinnumarkaðskannanir og síðasta var gerð 4 vikur í júlí. Í úrtakinu voru 1204 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 og valdir með tilviljanaaðferð úr þjóðskrá. Samkvæmt þessari könnun má fullyrða með 95% öryggi að atvinnuleysi í skilningi Hatofunnar sé á bilinu 2.9%-4.3%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband