Ofbeldi gagnvart börnum.

Á heimasíðu Barnaverndarstofu má lesa skýrslu frá árinu 2010 eftir Steinunni Bergmann. Þar koma fram margvíslegar upplýsingar um þennan viðkvæma málaflokk sem ofbeldi gagnvart börnum er.  Árið 2006 bárust 417 tilkynningar til barnaverndarnefnda. Í 329 var grunur um líkamlegt ofbeldi en 88 tilkynningar voru vegna gruns um vanrækslu eða annars konar ofbeldi. Í ljós kom að 189 tilkynningar voru vegna gruns um ofbeldi af hálfu foreldra. Karlar voru í meirihluta meintra gerenda eða 62%.  Drengir á aldrinum 6 til 10 ára voru fjölmennasti hópur þolenda. Hlutfall barna af erlendum uppruna var hærra en heildarhlutfall af börnum gaf tilefni til. Tilkynningar virðast snerta aðstæður þar sem foreldrar hafa misst tök á uppeldinu. Þá er gripið til þess að lörunga börn, rassskella , hrinda eða sparka. Sjáanlegir áverkar voru í 36 tilvikum og áverkavottorð gefið út í 9 tilvikum. Í 5 tilvikum óskaði barnaverndarnefnd lögreglurannsóknar. Í 2 tilvikum voru mál felld niður en ekki var vitað um lyktir þriggja mála.  Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem líkamlegar refsingar barna eru algerlega bannaðar. Málið er flókið og viðkvæmt. Ekki eru öll mál tilkynnt til barnaverndarnefnda. Tilkynningar til barnaverndarnefnda hafa verið fáar hér á landi í alþjóðlegum samanburði en það gæti þýtt að hluti mála kæmi ekki uppá yfirborðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband