Loftárás á sýrlenska stjórnarherinn en hvað svo?

Það er hafið yfir allan efa að efnavopnum var beitt í héraðinu Ghuta sem er nálægt Damaskus þann 21. 8. 2013. Uppreisnarmenn og stjórnarhermenn vísa sök hver á annan. Öryggisráð SÞ krafðist rannsóknar og USA undirbúa loftárásir á stjórnarherinn. Stjórnvöld í Íran hafa lýst því yfir að komi til hernaðaraðgerða USA (og annarra)geti þau ekki horft aðgerðarlaus á. Átökin væru þar með ekki bundin við Sýrland. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa eindregið varað við aðgerður og sagt afleiðingar skelfilegar. Sýrland, Íran og Hisbollah mynd náið varnarsamstarf. Þetta gæti leitt af sér frekari útbreiðslu átaka á svæðinu ef ísraelíski herinn myndi reyna að eyðileggja kjarnorkustöðvar Írans með loftárásum.Í Suður-Líbanon ráða Hisbollah yfir meðlangdrægum eldflaugum sem hægt væri að beita  gegn Ísrael. Loks er ljóst að verði gerðar loftárásir á stjórnarher Sýrlands vex hætta að hryðjuverkum í USA og Evrópu. Heimsbyggðin getur ekki horft aðgerðarlaus á að efnavopnum sé beitt gegn saklausu fólki. En hver eru réttu viðbrögðin? Hvaða ráð duga til að stöðva hrylling stríðsins?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband