28.8.2013 | 10:48
Norsku kosningarnar og lýðheilsan í heiminum.
Í hinu virta breska læknablaði The Lancet birtist nýlega grein um norsku kosningarnar. Höfundur greinarinnar er R Horton og hún birtist 24. 8. 2013. Í greininni er Noregi lýst sem stórveldi á sviði alþjóðlegrar lýðheilsu og á sviði alþjóðlegs samstarfs á sviði bættrar heilsugæslu. Sérstaklega er nefnt GAVI verkefnið. Noregur hefur ásamt Gates stofnuinni lagt þessu verkefni mikið lið. Norðmenn eru fámenn þjóð segir Horton en þeir leggja mikið af mörkum. Þessi stefna hefur verið mörkuð af ríkisstjórn Jens Stoltenberg. Stefna hægri flokkanna og sérstaklega Framfaraflokksins er allt önnur segir Horton. Ef þessir flokkar mynda stjórn mun stuðningur Noregs við alþjóðleg lýðheilsuverkefni minnka og hlutverk Noregs á alþjóðavettvangi verða veigaminna og dragast saman.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar