29.8.2013 | 10:44
Er vandinn of stór fyrir félagsmálaráðherra?
Öllum er ljóst að gífurlegur vandi hefur skapast á húsnæðismarkaði eftir Hrun. Íbúðasjóður og bankar hafa tekið til sín mikinn fjölda íbúða frá einstaklingun auk fasteigna frá lögaðilum. Fyrir hrun var byggt og framkvæmt af ofurkappi og taumlausri græðgi en engin þörf var fyrir hluta þess sem byggt var. Um allt land standa nú auðar íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs sem eru ýmist í söluferli eða ónothæfar og drabbast niður. Á sama tíma er mikill skortur á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og leiguverð rýkur í hæstu hæðir. Það dapurlega er að þetta ástand hefur verið yfirsjáanlegt í langan tíma. Í viðtali á rás2 sagði ráðherra félagsmála og húsnæðismála að úrlausn vandans sé ekki öll á herðum stjórnmálamanna. Ráðherrann bindur vonir sínar einkum við aðkomu stéttarfélaganna( ASI/BSRB) og bendir réttilega á að þau sinni nú þegar afar mikilvægum verkefnum og geti hæglega bætt húsnæðismálum á sína könnu. Ráðherann hlýtur að vera að meina að t.d. ASI eigi að hafa áhrif á stefnumótun í þessum málum en ekki eingöngu að hafa hugsanlega áhrif á fjármögnun bygginga. Í byrjun þessa árs kynntu forystumenn ASI mjög ítarlega hugmyndir sínar í húsnæðismálum. Segja má að þeir sæki stefnumótun sína einkum til félagslega húsnæðiskerfisins í Danmörku. Áherslur verkalýðshreyfingar hafa því lengi legið fyrir. Ef að líkum lætur er félagsmálaráðherra opinn fyrir hugmyndum samvinnumanna eins og þær birtast í Búseta. En hver á að vera hlutur einkafjármagnsins í lausn húsnæðisvandans? Fasteignabólan sem sprakk var sögulegt framlag einkafjármagnsins en væntanlega ekki margir sem vilja endurtaka leikinn.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar