2.9.2013 | 17:21
Verkfall á skyndibitastöðum og konur.
Í mörgum borgum USA er starfsfólk skyndibitastaða í verkfalli eins og bloggari hefur áður skrifað um. Aðalkrafan er að hækka lágmarkslaun úr 7.25 dollurum á tímann í 15 dollara á tímann. Verkfall þetta er stærsta verkfall í þjónustugreinum í USA og það er svar við þeirri þróun að hagvöxtur undanfarinna ára skilað sér til stórfyrirtækjanna en ekki í vasa launafólks. Verkfallið sýnir hversu mikilvægar konur eru fyrir verkalýðshreyfinguna og launabaráttuna. 32% allra á vinnumarkaði eru dökkir á hörund en 42% þeirra sem eru á lægstu launum tilheyra þessum hópi. Svartar konur eru meirihluti starfsfólks á skyndibitastöðum. En launin hrökkva ekki til. Meir en 13% starfsfólks fær opinbera aðstoð eða matarmiða. Konur eru tveir þriðju starfsmanna á skyndibitastöðum og fjórðungur starfsfólks á börn. Það eru því skattgreiðendur sem greiða kostnaðinn af miklum hagnaði fyrirtækja eins og McDonalds. Það eru konur sem bera hitann og þungan af kjarabaráttunni.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar