Verkfall á skyndibitastöðum og konur.

Í mörgum borgum USA er starfsfólk skyndibitastaða í verkfalli eins og bloggari hefur áður skrifað um. Aðalkrafan er að hækka lágmarkslaun úr 7.25 dollurum á tímann í 15 dollara á tímann. Verkfall þetta er stærsta verkfall í þjónustugreinum í USA og það er svar við þeirri þróun að hagvöxtur undanfarinna ára skilað sér til stórfyrirtækjanna en ekki í vasa launafólks. Verkfallið sýnir hversu mikilvægar konur eru fyrir verkalýðshreyfinguna og launabaráttuna. 32% allra á vinnumarkaði eru dökkir á hörund en 42% þeirra sem eru á lægstu launum tilheyra þessum hópi. Svartar konur eru meirihluti starfsfólks á skyndibitastöðum. En launin hrökkva ekki til. Meir en 13% starfsfólks fær opinbera aðstoð eða matarmiða. Konur eru tveir þriðju starfsmanna á skyndibitastöðum og fjórðungur starfsfólks á börn. Það eru því skattgreiðendur sem greiða kostnaðinn af miklum hagnaði fyrirtækja eins og McDonalds. Það eru konur sem bera hitann og þungan af kjarabaráttunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband