Norska Stórþingið verður svart af olíu.

Þetta er fyrirsögn á grein í tímariti norsku náttúruverndarsamtakanna Norges Naturvernforbund. Ef koma á í veg fyrir mikla hlýnun jarðar verður að draga verulega úr framleiðslu á olíu , gasi, og kolum. Tvo þriðju hlutar þess sem nú er þekkt má ekki nýta ef ekki á illa að fara.  Umhverfissinar hafa kannað skoðanir forystumanna stjórnmálaflokkanna og ekkert bendir til stefnubreytingar í framleiðslu olíu. Allir flokkarnir vilja nýta nýjar olíulindir. Stærstu flokkarnir, Hægri, Framfaraflokkurinn og Verkamannaflokkurinn vilja allir óbreytta nýtingarstefnu. Hægri og Framfaraflokkurinn vilja boranir eftir olíu í Lófoten. Það eru Græningjar, SV og Rauða framboðið sem vilja ekki leit að olíu og gasi á nýjum svæðum. Þessir flokkar eru umhverfisvænstu hvað varðar stefnu en fylgi er lítið og aðeins SV á þingi nú. Allir flokkarnir vilja hins vegar aðgerðir til að spara orku á heimilum. (naturvernforbundet. no)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband