12.9.2013 | 11:13
Framsýn vill ekki langtímasamning.
Félagið telur að fleyta eigi núgildandi samningum áfram í rúmt hálft ár en kauphækkanir á þeim tíma taki mið af verðbólgu. Ríkisstjórnin hafi ekki útfært efnahagsstefnu sína og óvissa sé ríkjandi. Félagið vill að launahækkanir taki mið af útflutningsfyrirtækja en um leið verði tekið mið af framfærsluþörf heimila. Félagið vill eyða kynbundnum launamun og taka lífeyrissjóðskerfið til endurskoðunar með samræmingu réttinda fyrir augum. Í nýlegri þingræðu hélt Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar því fram að verkalýðshreyfingin vildi ekki gera langtímasamning vegna óvissu um stefnu stjórnvalda. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness undraðist þetta í færslu á fésbók. Taldi hann að engar slíkar hugmyndir hefðu komið fram auk þess sem verkalýðshreyfingin væri að semja við atvinnurekendur en ekki ríkisstjórnina. Við spáum því að fleiri félög muni taka undir með Framsýn um skammtímasamning. Við spáum því einnig að samráð ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins sé forsenda samninga. Fjármálaráðherra hefur gefið tóninn eftir að hafa stórlækkað veiðigjöld, hætt við hækkun á vks. á ferðaþjónustu og tekið þá ákvörðun að framlengja ekki álagningu auðlegðarskatts þá boðar hann nú hófsemd í kröfugerð og minnir á hættu á verðbólgu. Sumum er mikið gefið en aðrir eiga að temja sér hógværð í lífsstíl og lifnaðarháttum.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar