Hvað er Alvogen?

Lyfjafyrirtækið hóf starfsemi sína hér á landi 2010. Forstjóri og formaður stjórnar er Róbert Wessman. Hjá samstæðunni starfa um 1800 starfsmenn í 30 löndum. Í mai síðastliðnum voru 30 starfsmenn starfandi hér á landi. Þeim mun hafa fjölgað síðan en stuttar fréttatilkynningar hafa birst í blöðum um mannaráðningar. Í apríl kom í fréttum að Alvogen hyggðist byggja hátæknisetur annað hvort hér á landi eða á Möltu. Ætlunin er að framleiða líftæknilyf. Einkaleyfaumhverfi Möltu og Íslands leyfir þróun og framleiðslu lyfja áður en einkaleyfi þeirra rennur út. Á heimasíðu fyrirtækisins má lesa stutta kynningu á Róbert Wessman. Hann mun hafa starfað hjá Samskipum, Delta og Actavis. Hann er álitinn vera metnaðarfullur og fljóthuga. Erlendir háskólar hafa birt rannsóknir á afrekum Róberts í viðskiptum.Alvogen hefur nú ákveðið að byggja hátæknisetrið í Reykjavík eins og komið hefur fram í fréttum. Um 200 starfsmenn munu starfa í setrinu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband