22.9.2013 | 08:17
Kosningar hafnar í Þýskalandi.
Klukkan 8 að staðartima voru kjörstaðir opnaðir. 61.8 milljón hafa kosningarétt og geta nú nýtt bæði atkvæði sín. Kjörstaðir loka klukkan 18 í kvöld. Samhliða kosningum til Bundestag (sambandsþingsins í Berlin) er kosið til þingsins í Hessen. Allt bendir til að Merkel verði áfram kanslari eftir kosningar en óvíst er hver samstarfsflokkurinn verður. Óvíst er hvort Frjálsir demókratar verða á þingi-Bundestag- eftir kosningarnar. Það er möguleiki að AfD komist á þing en sá flokkur vill að Þýskaland taki upp markið á nýjan leik. Kosningaþátttakan mun hafa mikil áhrif. Í kosningunum 2009 var hún 70.8%. Strax þegar kjörstöðum er lokað birta sjónvarpsstöðvarnar útgönguspár. Reynslan sýnir að þær eru mjög nákvæmar og úrslit nánast ljós. (Með Zweitstimme velja kjósendur lista ákveðins flokks. Með Erststimme hafa kjósendur áhrif á úthlutun uppbótarþingsæta. Sé þetta atkvæði-Erststimme- ógilt hefur það ekki áhrif á hitt atkvæðið-Zweitstimme-.)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar