Fjöldi ríkisstarfsmanna eftir Hrun.

Á árunum 2007 til 2011 minnkuðu fjárheimildir til allra ráðuneyta um 27 milljarða á verðlagi ársins 2011. Á sama tíma fjölgaði ársverkum  á vegum ríkisins um 198 á landinu öllu en mjög misjafnt eftir ráðuneytum og landsvæðum. Mestur hefur niðurskurður starfa verið á vegum Velferðarráðuneytis og Iðnaðarráðuneytis. Mest fjölgun hefur verið í stofnunum Menntamálaráðuneytis og Umhverfisráðuneytis. Ársverkum karla fjölgaði um 114 en kvenna um 84. Fjöldi ársverka fækkaði mest á Norðurlandi eystra og næst mest á Austurlandi. Höfuðborgarsbæðið hefur ekki orðið fyrir niðurskurði hvað varðar heildarfjölda ársverka. Ef stofnanir eru skoðaðar kemur í ljós að fækkun ársverka er mest hjá Landsspítalanum og Tryggingarstofnun. Þær 5 stofnanir þar sem hefur orðið mest fækkun eru allar á höfuðborgarsvæðinu. Tekjuhrap og skuldsetning ríkissjóðs höfðu og hafa fjölmargar afleiðingar. Niðurskurður bitnar á fleiri sviðum en starfsmannafjölda. Niðurskurður á einu sviði t.d. heilbrigðirmálum þýðir að kostnaður og vinna eru flutt yfir á heimilin. Þörf á umönnum og eftirliti hverfur ekki við niðurskurð hjá ríkisstofnun. ( Hagfræðistofnun Háskóla Íslands: skýrsla nr C01:13)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband