29.9.2013 | 08:18
Guðlaugur Þór skilur ekki hagræðingu.
Þingmaðurinn skrifar grein í pressuna.is og segir myndina sem blasi við einfalda og dökka. Ríkissjóður er rekinn ár eftir ár með tapi og það gengur ekki. Þetta er rétt svo langt sem það nær en leiðir til úrlausnar eru margar. Guðlaugur Þór virðist vera algerlega blindur á sumar þeirra. Hann minnist hvergi á að ríkið geti aflað sér aukinn tekna og skapað jöfnuð þannig. Annað augar sér ekki og hitt augað sér illa. Áætlun AGS um frumjöfnuð sem gerð var 2008 stóðst ekki. Það er rétt en hvernig væri ástandið í menntamálum, heilbrigðirmálum og fleiri málum ef henni hefði verið fylgt mjög hart eftir? GÞÞ veltir því ekkert fyrir sér heldur les uppúr hagfræðibókum að kostnaðurinn muni lenda á komandi kynslóðum. Auðvitað minnist GÞÞ ekkert á hrunið. það er eins og áætlun AGS hafi af ástæðulausu dottið af himnum ofan. GÞÞ minnist á skýrslu um fjölda ríkisstarfsmanna og hann fer villandi með tölur í þeim augljósa tilgangi að koma höggi á fyrrvernadi umhverfisráðherra. Ársverkum hjá ríkinu fjölgaði um 198 frá 2007. Nú bætir GÞÞ við ; en fækkaði um 18 þúsund á almennum markaði. Því miður er þetta ekki útfært nánar en að stilla þessu svona upp er fáránlegt. 2007 var ofhitnað bólusamfélag við það að springa. GÞÞ minnist ekkert á stofnanir Menntamálaráðuneytisins þar þar var mest fjölgun ársverka. Hann segir hins vegar að starfsmönnum á vegum Umhverfisráðuneytis hafi fjölgað um 130. Hér var nauðsynlegt fyrir GÞÞ að tala um starfshlutfall þessara starfsmanna eða ársverk en það gerir hann ekki. Engra skýringa er leitað enda er niðurstaðan fyrirframgefin ; það ríkir agaleysi í ríkisrekstrinum. Í lokin hafnar GÞÞ flötum sparnaði (væntanlega ekki í samráði við BB) en hann vill gera kerfisbreytingar. Hverjar þær eru vitum við ekki.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar