Launalausir bandarískir ríkisstarfsmenn sendir heim...(1)

Frá 1. 10 hafa 800 þúsund bandarískir ríkisstarfsmenn verið launalausir og dvelja heima. Þrátefli stjórnmálaflokkanna veldur þessu einkennilega ástandi. Þessi undarlega staða hefur margvíslegar afleiðingar. Það hægir á hagvexti um 0.1%. Ef ástandið varir í viku verða áhrifin um 0.3%. Það hafa lengi verið ákveðin mörk sem gilda um lántökur og skuldsetningu alríkisstjórnarinnar. Bæði fulltrúadeild og öldungadeild verða að samþykkja breytingar. Nú er Obamacare orðið að bitbeini milli stjórnmálaflokkanna. Þetta er hættulegur leikur. Alríkið er stór og mikilvægur lántalandi á alþjóðlegum mörkuðum. Ástandi getur leitt til verri skilyrða á fjármálamarkaði eða mikil niðurskurðar hja ríkinu. Ekki er líklegt að það gerist. Repúblíkanar í fulltrúadeildinni munu semja en teboðsfólkið ætlar að ganga eins langt og hægt er. Teboðsfólkið óttast að umbætur Obama séu skref í átta að evrópskum  sósíalisma og velferðarríki! Skelfilegra getur það nú ekki orðið! Bandarískt heilbrigðiskerfi er ákaflega dýrt en það er óskilvirkt. Lífslíkur eru lægri en í flestum ríkjum Evrópu og barnadauði hærri. Tillögur Obama fela í sér mikilvægar breytingar. Nú er ekki hægt að neita fólki um sjúkratryggingar á grundvelli sjúkrasögu þess eða láta fólk borga meira vegna sjúkrasögu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband