Íslenska ríkið brýtur alþjóðalög á flóttamönnum.

Framkvæmdastjóri flóttamannahjálpar SÞ í Norður Evrópu segir að íslenska ríkið hafi ítrekað brotið á réttindum flóttafólks. Á Íslandi eru flóttamenn dæmdir fyrir skjalafals skömmu eftir komu til landsins en það eru brot á lögum. Slík vinnubrögð þekkjast ekki í Norður Evrópu. Ísland sker sig úr. Það hefur reynt á 31. grein flóttamannasamningsins í máli fyrir Hæstarétti Íslands. Dómurinn dæmdi stjórnvöldum í hag. Dæmdur flóttamaður er settur á sakaskrá. Flóttamenn reyna á engan hátt að hylja það að skilríki séu fölsuð. Þetta eru einu skilríkin sem þeir hafa. Ljóst er að breyta verður ákvæðum í íslenskum lögum þannig að þau samræmist alþjóðalögum og nútímahugmyndum um mannréttindi. Í dag er áætlað að 12 milljónir manna séu ríkisfangslausar. Ísland hefur ekki fullgilt samning um stöðu fólks án ríkisfangs frá 1954. Í íslenskum lögum er ekki að finna skilgreiningu á ríkisfangslausum einstaklingi. Það er deginum ljósara að Ísland á mikið verk að vinna í málefnum flóttamanna og hælisleitenda. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband