12.10.2013 | 10:28
Þingmaður trúir þjóðinni fyrir leyndarmáli.
Fyrir 3 dögum skrifaði Elín Hirst blaðagrein. Þar segir hún frá samtali sínu við sérfræðilækni á landsspítalanum. Læknirinn talaði umbúðalaust og lýsti ástandinu eins og það er. Allt það sem hann segir er rétt og hefur margoft og ítrekað komið fram í blaðagreinum, fréttum, tímaritsgreinum, yfirlýsingum samtaka lækna og fleiri samtaka og margra fleiri aðila. Fyrrverandi forstjóri Landsspítals hefur lýst því að spítalinn hafi verið í fjársvelti á "góðæristímanum". Tækin voru sem sagt ekki öll ný og glansandi þegar vinstri stjórnin tók við!! Atgervisflóttinn hefur verið til umræðu eftir hrun en einngi á árunum fyrir hrun. Mjög harðar launadeilur hafa verið innan spítalans. Allt þetta veit sæmilega velupplýst fólk og hefur vitað lengi. En Elín Hirst, hvar hefur hún verið öll þessi ár? Enginn virðist vita hvar Brynjar Níelsson hefur verið en hvað um það. Hvorug virðast þau hafa verið á þingflokksfundi þegar fjármálaráðherra kynndi frumvarp til fjárlaga. Það er merkilegt. Ísland er fámennt þjóðfélag en stundum er undarlega langt milli manna og stofnana.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar