AGS um skatta á eignir og fjármagnsviðskipti.

Eignadreifing er mun ójafnaðri en tekjudreifing í þróuðum iðnríkjum. 10% þeirra sem mestar eignir eiga eiga að meðaltali helming allra eigna heimlia. Í USA er talan reyndar 75%. Eignaskattar eru mjög lágir í löndum OECD eða tæplega 2% af vergri landsframleiðslu. Skattar á eignir og fjármagnsflutninga eru mismunandi: a)skattar á húseignir og landeignir, b) skattar á sölu eigna eða hlutabréfa , c) skattur á flutnigns auðs,t.d. vegna erfða eða gjafa, d)skattur á hreinar eignir ; var hér og á Spáni og er til umræðu víða. Breytingar á sköttum eru flóknar og erfitt að koma þeim í framkvæmd. Það er auðveldar ef vel gengur í efnahagsmálum og breið pólitísk samstaða er um stefnuna.  Skattbyrði ríkasta eins prósents fjölskylda  hér á landi var undir 20% á árunum 2001 til 2008. Lægst var hlutfallið 13% árið 2007. (Heildarskattar sem hlutfall af heildartekjum) 2007 báru fjármagnstekjur 10% skatt.  Mörg lönd Evrópu eru í djúpri efnahagslegri kreppu. Milljónir manna lifa í fátækt og á mörkum fátæktar. Á sama tíma lifir fámennur forréttindahópur í lúxus sem verður þeim mun afkáralegri sem krreppan dregst á langinn. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband