Fólksfjöldi á Íslandi fyrir og eftir 2013.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa nú 325010 hér á landi. Erlendir ríkisborgarar eru 22760. Á höfuðborgarsvæðinu búa 208210 eða 64% af öllum íbúum landsins. Brottfluttir íslendingar voru 170 fleiri en aðfluttir á þriðja ársfjórðungi. Danmörk er nú helsti áfangastaður brottfluttra en þeir voru samtals 1370 á þriðja ársfjórðungi. Breytingar á fólksfjölda og samsetningu hans eru grundvallaratriði í hverju samfélagi. Meðalaldur íslensku þjóðarinnar er að hækka. 65 ára og eldri eru nú 21% af aldurshópnum 20 til 64 ára en hlutfallið var 13% 1950. Meðalaldur Íslendinga nú eru 37 ár en var 30 ár 1950. 1. jan 1703 voru Íslendingar 50358 samkvæmt gagnmerku og einstöku manntali. Aldamótaárið 1900 eru landsmenn 77967. Vélvæðing sjávarútvegsins er að hefjast og landið tekur risastökk fram í nútímann.  Hagstofan hefur sett fram þrjár spár um þróun mannfjöldans fram til 2061. Samkvæmt miðspá verður mannfjöldinn 352000 eftir áratug. 379000 eftir tvo áratugi og um miðja öldina verður talan 415000.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband