15.10.2013 | 15:01
Er fjölgun bótaþega ógnvekjandi?
Umræða um bótaþega tekur oft á sig einkennilegar myndir. Hugtökum er ruglað saman og fordómar eru ótrúlega lífsegir. Fordómar eru af mörgum toga. Í öllum samfélögum eru sterkir fordómar gegn fátæku fólki. Fordómar birtast í allri framkomu og viðmóti fólks. En hverjar eru nú staðreyndir í þessu máli? Árið 2012 voru örorkulífeyrisþegar 15526. Þeir sem fengu greiddan ellilífeyri voru 27023. 2007 fengu 13316 greiddan örorkulífeyri og árið 2000 voru þeir 9329. Bótaflokkar eru margir. 2012 fengu 9212 barnalífeyri. Nú er flókið að átta sig á merkingu talna. Árið 2011 voru 7.1% þeirra sem eru eldri en 75 ára í hættu á fátækt eða félagslegri einangrun hér á landi. Það er mjög lágt í alþjólegum samanburði. Árið 2008 voru örorkulífeyrisþegar 7.3% íbúa en 2011 voru þeir 8.3%. Frá 2008 hefur örorkulífeyrisþegum fjölgað um 2.5% á ári að meðaltali. Eftir 2005 hægir mjög mikið á fjölgun örorkulífeyrisþega. Frá 2002 til 2004 var árleg fjölgun um 7%. Þetta leiðir hugann að því hvert er samband atvinnulífs, vinnuskipulags og örorku.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar