Með lögum skal land byggja. Fyrir og eftir hrun?

Margt bendir nú til þess að ýmsir hafi ekki farið að lögum í viðskiptum fyrir hrun. Fjöldi mála í rannsókn, ákærur og dómar í einstökum málum virðist benda til þess. Oft er hruninu líkt við náttúruhamfarir með réttu eða röngu. Stjórnmálamenn líkja starfi sínu eftir Hrun við rústabjörgun. Björgunarstörf á Íslandi eru styrkt af almannafé og að mestu unnin í sjálfboða vinnu. Nú um stundir vinnur hluti lögmannastéttarinnar við einhvers konar rústabjörgun talað í líkingamáli. Þrotabú eru rústir fyrrverandi starfandi fyrirtækja og fjármálastofnana. Skilanefndir eru þá nokkurs konar björgunarsveitir sem sjá til þess að allir fái réttláta meðferð og það sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Undanfarið hafa verið fréttir af afkomu nokkurra lögmannsstofa. Logos, Lex BBA legal og Landslög högnuðust um rúmlega 1.5 milljarð eftir skatt árið 2012 samkvæmt Morgunblaðinu í dag.  Arðgreiðslur til eigenda námu 1.16 milljörðum á síðasta ári. Nú eru sígild svör við þessu: laun íslenskra sérfræðinga á þessu sviði eru sambærileg launum erlendra sérfræðinga. Hitt svarið: á síðasta ári var mikil yfirvinna og mjög lítið um frí. Sumarleyfi var ekki í myndinni... Það er nú gott og blessað. Mannlífið hefur sín lögmál og líf dýranna sín lögmál. Þegar ljónið hefur rifið í sig bráðina og heldur brott mætir hrægammurinn á svæðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband