Sveitarfélög á köldum svæðum.

Fjórðungsþing Vestfirðinga mótmælir því að ný ríkisstjórn ætli að vinna gegn því að jafna húshitunar-og raforkukostnað í landinu. Í raforkuna sé varið 240 milljónum en ætti að vera 1100 milljónir. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga er framlag til jöfnunar húshitunarkostnaðar 1344 milljónir en ættu að vera 1700 milljónir ef farið væri að tillögum starfshóps um jöfnun húsnitunarkostnaðar. Nú er það auðvitað velþekkt að húshitunarkostnaður er mjög mismunandi á landinu. Þeir sem geta ekki nýtt heitt vatn úr iðrum jarðar eru mun verr settir en hinir. Árið 1996 voru stofnuð Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum og voru stofnendur 37 sveitarfélög. Samtökin hafa beitt sér allnokkuð í þessum málaflokk. Það vekur athygli að þau hafa ekki ályktað eða sent frá sér fréttatilkynningu um fjárlagafrumvarpið. (Nú má vera að bloggarar hafi misst af ályktun frá samtökunum.) Á heimasíðu samtakanna eru engar ályktanir að finna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband