Kennitöluflakk veldur miklu tjóni.

Í einfaldri mynd er kennitöluflakk þegar verðmæti eru tekin úr einu félagi(félagi með takmarkaða ábyrgð) og flutt í annað. Skuldir og fjárhagslegar skuldbindingar verða eftir og upphaflega félagið sett í þrot. Sami einstaklingur getur hugsanlega leikið þennan leik margoft. En í hverju er tjónið fólgið? 1) starfsmenn tapa starfi, réttindum og eiga útistandandi launakröfur, 2) kennitöluflakkarar skekkja samkeppnisstöðu sér í hag, 3)ríkissjóður missir af skatttekjum.  Fjöldi félaga með takmarkaða ábyrgð er mjög mikill hér á landi. Árið 2012 voru slík félög 30984 ! Á íslenskum vinnumarkaði eru 188000 einstaklingar. Það er ljóst að ekki er nema hluti þessara félaga starfandi. Rúmlega fimmtungur fyrirtækja skilar ársreikningum á réttum tíma. Þau fyrirtæki sem eru í vanskilum eru óíkleg til að skila ársreikningi. Það er mismunandi eftir greinum hvaða fyrirtæki eru líkleg til að verða gjaldþrota. Frá 2008 til 2012 eru það einkum fyrirtæki í byggingarstarfsemi, verslun, fjármálastarfsemi og fasteignasölu. Sáralítið af kröfum vegna gjaldþrota félaga innheimtist. Árin 2011 og 2012 voru lýstar kröfur 400 milljarðar en 8 (!) milljarðar innheimtust. Undanfarin ár hefur Ábyrgðarsjóður launa greitt 2 milljarða á ári en hann er fjármagnaður með tryggigargjaldi. Á árunum 2006 til 2013 voru 160 einstaklingar sem tengdust 5 gjaldþrotum eða fleiri. Langflestir eða 7566 tengjast einu gjaldþroti. 330 einstaklingar tengjast 3 gjaldþrotum eða fleiri. --Nú hefur Alþýðusamband Íslands sett fram tillögur um hvernig bregðast megi við þessum vanda. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband