17.10.2013 | 10:38
Starfsgreinasamband Íslands og ríkisstjórnin.
Á þingi sambandsins kom ýmislegt fram í setningarræðu formanns, Björns Snæbjörnssonar. Slagorð þingsins er Samstaða og samvinna. Innan SGS eru nú 19 félög en voru 50 við stofnun. Stærri og öflugri einingar hafa orðið til. Í dag er ekki vitað hvenær og á hvern hátt ríkisstjórnin mun færa niður verðtryggðar skuldir heimila. Enn síður er vitað hvaða áhrif aðgerðir muna hafa á ráðstöfunartekjur. Greinileg færi eru til að bæta kjörin ef tekið ef mið af arðgreiðslum og skattalækknum á útflutningsgreinar. Það er afar mikilvægt að jafna launakjör karla og kvenna í heild sinni. Jöfnun lífeyrisréttinda og rýmkun veikindaréttinda eru mikilvæg baráttumál. Eitt brýnasta máls dagsins er að fólk hafi aðgang að húsnæði á viðáðanlegu verði. SGS vill hafa samstarf við stjórnvöld um húsnæðiskaup og leiguhúsnæði á félagslegum grunni. Ein helsta ógnin við SGS og hagsmuni félagsmanna er svört atvinnustarfsemi. Einhver hluti ferðaþjónustufyrirtækja virðist starfa utan laga og kjarasamninga. þrátt fyrir fögur orð var ekkert samráð við SGS við gerð fjárlagafrumvarps og svikin loforð í upphafi lofa ekki góðu um framhaldið. Ef menn tala um samráð á að vera samráð. Ef ekki þýðir það að menn eru ekki virtir viðlits. Lykilatriði í skattamálum er hækkun persónuafsláttar. Atvinnuleysið er ekki horfið og hluti þess er falinn. þar er verk að vinna.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar